við erum - We ARE

Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson lauk magisterprófi í leikhúsfræðum frá Ludwig Maximillians Universität í München 1992 og hefur frá árinu 1994 starfað sjálfstætt sem leikskáld, dramatúrg og þýðandi. Hann er höfundur að fjölda leikverka og leikgerða fyrir leikhús og útvarp, var í tvígang tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna („Kaffi“ 1998 og „Óhapp!“ 2008), hlaut Norrænu útvarpsverðlaunin árið 2004 fyrir „Svefnhjólið“ sem hann vann í samstarfi við hljómsveitina Múm og Grímuna árið 2018 fyrir leikgerð sína af þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, „Himnaríki og helvíti“.

Bjarni er einn af stofnendum leikhópsins Kriðpleir og hefur verið ein aðaldriffjöður hans sem meðhöfundur og leikstjóri verkanna „Blokkin“ (2012), „Lítill kall“ (2013), „Síðbúin rannsókn“ (2014) „Krísufundur“ (2015), „Ævisaga einhvers“ (2016), „Bónusferðin“ (2018), „Litlu jólin“ (2019), „Vorar skuldir“ (2021) og „Innkaupapokinn“ (2025).

Bjarni hefur einnig unnið sem höfundur og dramatúrg með leikhópnum The Brokentalkers í Dublin ("Have I No Mouth", "Frequency 783", "This Beach", Woman  Undone", "The Boy Who Never Was", „Bellow“) og sem dramatúrg í verkum Ernu Ómarsdóttur; "Fórn", "Tomorrow Is Another Day Of Wants And Needs", "Orfeus+Eurydike", "The Juliet Duet" og „Hringir Orfeusar“. Hann var einn af stofnendum Lókal, alþjóðlegrar leiklistarhátíðar í Reykjavík árið 2007 og í forsvari fyrir hátíðina fram til ársins 2018.

Sjá ferilskrá hér.

English version below

Ragnheiður Skúladóttir

Með ástríðu fyrir samtímalist, með skýra áherslu á mikilvægi og þýðingu listar og listsköpunar, hefur Ragnheiður verið virkur listrænn stjórnandi, krítískur vinur alþjóðlegra listamanna og framleiðenda.

Ragnheiður er upphaflega menntuð í leiklist í Bandaríkjunum og bjó í 13 ár í Boulder í Colorado, Iowa City, Minneapolis og New York (1987-2000). Hún var fyrsti deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands (2000-2011). Undir hennar forystu við Listaháskólann víkkaði deildin umfang sitt og bætti við nútímadansnámi og sviðshöfundanámi við leikaranámið. Frá 2012 til 2015 var Ragnheiður listrænn stjórnandi Leikfélags Akureyrar og framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins frá 2016 áður en hún flutti til Noregs árið 2019.

Ragnheiður var meðstofnandi og listrænn stjórnandi LÓKAL (2007-2019), fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar á Íslandi.

Hún hefur einnig starfað sem framleiðandi, dramatúrg, kennari og mentor fyrir fjölmarga leikhús- og danshöfunda, innanlands og erlendis. Markmið hennar hefur alltaf verið að efla samræður milli listgreina, víkka út umfang listgreina og skapa tengsl milli listamanna og hópa á alþjóðavettvangi. Sjá ferilskrá hér.

English version below

WE ARE

Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson graduated with a master's degree in theatre studies from Ludwig Maximillians Universität in Munich in 1992 and has worked independently as a playwright, dramaturg and translator since 1994. He is the author of numerous plays and adaptations for theatre and radio, was nominated twice for the Nordic Playwright's Award ("Coffee" 1998 and "Mishap!" 2008), won the Nordic Radio Prize in 2004 for "The Wheel Of Sleep" which he produced in collaboration with the band Múm. In 2018 he won the Icelandic Theatre Award for his adaptation of Jón Kalman Stefánsson's trilogy, "Heaven and Hell".

Bjarni is a founding member of the theatre group Kriðpleir and a driving force as co-writer and director of the “The Block” (2012), “Tiny Guy” (2013), “Belated Inquiry” (2014), “Crisis Meeting” (2015), “Someone’s Biography” (2016), “The Bonus Trip” (2018), “Lesser Christmas” (2019), “Our debts” (2021) and “The Shopping Bag” (2025).

Bjarni has also worked as a writer and dramaturg with the theatre group Brokentalkers in Dublin (“Have I No Mouth”, “Frequency 783”, “This Beach”, Woman Undone”, “The Boy Who Never Was”, “Bellow”) and as dramaturg in the works of Erna Ómarsdóttir; "Sacrifice", "Tomorrow Is Another Day Of Wants And Needs", "Orfeus+Eurydike", "The Juliet Duet" and "The Orphic Circles". He was the co-founder of Lókal, international theatre festival in Reykjavík in 2007 and its co-director until 2018.

Ragnheiður Skúladóttir

With a passion for contemporary art, with a clear focus on the importance and significance of art and artistic creation, Ragnheiður has been an active artistic director, critical friend of international artists and producers.

Ragnheiður originally trained in acting in the United States and lived for 13 years in Boulder, Colorado, Iowa City, Minneapolis and New York (1987-2000). She was the first Dean of the Department of Performing Arts at the Iceland Academy of the Arts (2000-2011). Under her leadership at the Academy of the Arts, the department expanded its scope and added modern dance and screenwriting to its acting program. From 2012 to 2015, Ragnheiður was the artistic director of the Akureyri Theatre Company and the managing director of the Icelandic Dance Company from 2016 before moving to Norway in 2019.

Ragnheiður was the co-founder and artistic director of LÓKAL (2007-2019), the first international theatre festival in Iceland.

She has also worked as a producer, dramaturg, teacher and mentor for numerous theatre and choreographers, both domestically and internationally. Her goal has always been to foster dialogue between the arts, expand the scope of the arts and create connections between artists and groups internationally. See her CV here.